Wednesday, October 31, 2012

Vika 1 - Survivor


Ég ákvað að gera bloggsíðu til þess að halda utan um ferðina til Danmerkur og til þess að þeir sem vilja gætu fylgst með.
Við Lalli byrjuðum á því að fara til Berlínar með vinnunni hans. Þar skoðuðum við okkur um og versluðum eitthvað aðeins. Á laugardeginum var síðan árshátíð Héðins sem var rosalega fín. Rosalega gaman að sjá hvað Lalli vinnur með skemmtilegu fólki.

Sunnudagur
Daginn eftir fór ég upp á lestarstöðina um kl 8 til að fara til Sønderborg. Ég þurfti að skipta nokkrum sinnum um lest en ferðin var svona : Berlín – Hamburg – Flensburg – Tinglev – Sønderborg. (Sjá mynd fyrir neðan)

Ég var svo komin um 15:30 í skólann og þar tók herbergisfélaginn minn (Lise) á móti mér. Síðan var farið með mig í sýnisferð um skólann og nánast allir krakkarnir í skólanum komu og heilsuðu mér og kynntu sig.  En ég var svo ringluð á þessu öllu saman að ég mundi ekki helminginn af nöfnunum.
Síðan kom í ljós að við vorum að fara í tæpa viku í svokallaða óvissusurvivorferð. Við máttum taka einn lítinn bakpoka með og síðan áttum við að skila inn símunum okkar, vegabréfum og svoleiðis sem við fengjum svo aftur að ferðinni lokinni. Um kvöldið var svo hittingur hjá öllum ,,famelíunum”. En í skólanum eru 6 gangar þar sem búa 18 manneskjur á hverjum gangi. Þessar 18 manneskur eru síðan eins og fjölskylda (þeir sem þú ert mest með og kynnist best)
Gangurinn sem ég bý í heitir Første kort  og hittingurinn hjá minni ,,fjölskyldu” þetta kvöldið var til þess að ég myndi læra nöfnin og kynnast öllum. Þetta var rosalega hyggeligt eins og danirnir segja. Það gistu svo allir á dýnum á gólfinu í einum salnum.

Mánudagur
Það var síðan vakið okkur eldsnemma á mánudagsmorgninum með því að kalla í kallkerfið að heimurinn væri að farast og eitthvað fleira á dönsku. Síðan kom sjúkrabíll með sírenurnar á fullu og út stukku nokkrar hvítklæddar manneskjur með gasgrímur. Þær hlupu síðan inn með byssur og sögðu okkur að flýta okkur að klæða okkur og svo var skipt okkur niður í stofur. Síðan vorum við kölluð út eitt og eitt í einu. Þá var bundið fyrir augun á okkur og leitt okkur inn í nokkrar stofur og gerð eitthver próf á okkur. Sem dæmi blóðþrýstings, blóðprufu o.s.frv. Síðan var sett okkur 7 og 7 saman inn í stóran svartan sendiferðarbíl og keyrt með okkur eitthvert. Auðvitað var þetta allt saman gert með einhverri svakalegri tónlist við.
Skyndilega stoppaði bíllinn og það heyrðust eitthver skothljóð. Þá var látið okkur hafa bakpokana okkar og okkur sagt að hlaupa áfram eitthvern veg. Þegar við vorum búin að hlaupa í nokkurn tíma þá kom maður klæddur í hermannabúning og lét okkur fá kort. Síðan sagði hann að ef við sæjum eitthvern klæddan eins og hann þá ættum við að kalla Kurbís og ef hann svaraði þá væri hann í sama liði og ef ekki þá ættum við að hlaupa.
Síðan gekk dagurinn þannig að við fengum kort og löbbuðum þanngað til að það endaði og þá fengum við nýtt kort og löbbuðum áfram. Síðan var alltaf eitthverjar hópeflingaræfingar á milli staða, s.s. látta sig falla afturábak af borði og láta hópinn grípa sig. Um kvöldið komum við svo að stóru, gömlu múrsteinshúsi , þar sem við áttum að gista um nóttina. Húsið var ekki með neina hurð heldur var það opið í gegn og svo voru nokkur lítil herbergi sem voru svona gamlir ofnar.  Í hverjum ,,ofni” áttu 2 hópar að gista. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir þá horfðum við á myndband sem útskýrði ferðina og afhverju við værum þarna.
Síðan vorum við látin fara inn í skóg við hliðana á húsinu og laumast til að sækja mat sem var þar. Síðan elduðum við hópurinn það saman  á prímus. Síðan kom í ljós að við höfðum labbað samtals 25 km þann dag.

Þriðjudagur
Á þriðjudeginum tókum við svo saman dótið okkar og löbbuðum áfram. Við vorum 7 saman í hóp og alla þessa viku var þessi hópur saman og leysti saman ýmis verkefni. Í mínum hóp voru Toby, Joey, Andres, Ninna, Line, Nivi og ég. Þennan dag héldum við áfram að labba og leysa verkefni. Við löbbuðum í gegnum skóga, í gegnum akra, bæi og á ströndinni. Síðan komum við að stað við ánna sem er í gegnum Sønderborg og þá áttum við að smíða Tømmefløte (fleka) úr staurum og tómum olíutunnum og reipi. Síðan áttu 4 úr hópnum að sigla flekanum yfir ánna (sem var slatta langt) og hinir 3 á kanó með allt dótið. Ég fór á flekanum og sem betur fer datt engin af okkur út í enn einn flekinn hjá öðrum hóp datt í sundur og síðan datt eitthver út í hjá öðrum hóp.
Síðan komum við að öðrum stað þar sem við áttum að borða lifandi engisprettur (í söguþráðnum átti það að vera mótefni).  Þetta fannst mér ekkert gríðarlega geðslegt þannig að strákarnir smurðu rúbrauð með kæfu fyrir mig og tróðu henni einverstaðar þar á milli. Síðan héldum við áfram að labba og stoppuðum af og til til þess að leysa nokkur verkefni. Loks komum við inn í skóg þar sem trén voru risastór en þar áttum við að gera skýli fyrir nóttina með reipi og segldúk. Þegar við vorum búin að því þá áttum við að útbúa kvölmat fyrir okkur. Það var búið að setja helling af lifandi fiskum í kar og við áttum að veiða þá uppúr, drepa þá og flaka. Þetta var svolítið erfitt því þeir voru eosalega sleipir og sprikluði mikið. Síðan settum við þá álpappír og grilluðum þá. 

Miðvikudagur & Fimmtudagur
Á miðvikudeginum var ég upp í skóla því að hnéð á mér bólgnaði upp eftir alla gönguna. Á fimmtudeginum var Bike and run kapplaup. Þá var hópurinn með nokkur hjól og skiptist á því að hlaupa og hjóla. Síðan voru nokkrir staðir inn í skóginum þar sem við áttum að leysa verkefni. Sem dæmi skjóta af boga, labba á reipi upp í trjánum yfir á og allskonar. Síðan komum við að stað þar sem við vorum klædd í öryggisbúnað og áttum að klifra lengst upp í tré , labba á milli þeirra á reipi og stökkva niður. Svo borðuðum við kvöldmat og höfðum það hyggeligt. Seinna um kvöldið var síðan keyrt einn og einn hóp í  einu burt rétt hjá einum skógi. Klukkan var c.a. 22 um kvöldið þannig það var komið niðamyrkur.

Við áttum að labba í gegnum skóginn og að skólanum en eina ljósið sem var í skóginum voru glowstick sem var búið að dreifa um skóginn. Við áttum svo að fylgja glowstickinu í gegnum skóginn. Síðan voru nokkrir aðrir inn í skóginum til að stökkva fram og hræða okkur þannig þetta var rosalega spennandi. Við vorum síðan komin á ströndina fyrir utan skólann um 1 leytið um nóttina. Svo var farið með okkur að skólanum og við áttum að laumast inn framhá eitthverjum vörðum. Einn hljóp t.d. á eftir okkur með keðjusög sem var svakalegt. Síðan laumuðumst við eitt og eitt inn í  skólann og ég var látin fara í gegnum einhver göng inn í skólann.
Síðan var búið að setja upp svakalegt show í skólanum og svo komum við loks að einum sal sem allir hóparnir hittust saman í. Það var búið að leggja um dýnur útum allt og þá var bara haft það kósí og horft á mynd á meðan hinir hóparnir kláruðu. Þegar allir voru búnir þá fóru allir hóparnir saman út á strandblaksvöllinn og svo löbbuðu allir team builderarnir út. Team builderarnir eru gamlir nemendur sem sáu alveg um þessa survivor vikuna og léku hermennina.  Svo þegar það er venjulegur skóli þá búa 4 á hverjum gangi og sjá um að allt gangi upp. Síðan héldu team builderarnir smá ræðu og létu hvern hóp hafa svona sky latern (mynd fyrir neðan) þetta eru svona eins og litlir loftbelgir sem maður kveikjir á og sleppir í loftið. 

Svo slepptu allir hóparnir sínum saman. Þetta var rosalega flott að sjá og síðan var farið inn og allir hóparnir settust niður og spjölluðu, fengu sér smá nammi og ávexti og höfðu það hyggeligt langt fram á nótt.